Valmynd
0

Skilmálar

Verð á vöru og sendingakostnaður
Öll verð í vefverslun eru með inniföldum 24% vsk en sendingakostnaður bætist síðan við áður en greiðsla fer fram.  Sendingarkostnaður er 500 kr – 1000 kr eftir stærð pakka.  Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.Afgreiðsla vöru
Allar pantanir eru afgreiddar daginn eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Við sendum ekki vörur erlendis.Ábyrgðarskilmálar
Sé vara gölluð er viðskiptavini boðin ný vara í staðinn, allt án kostnaðar fyrir viðskiptavini.  Athugið að ábyrgðin nær ekki til tjóns sem hlýst af slysi, vanrækslu eða venjulegu sliti sem verður við notkun og eða sökum aldurs vörunnar. Svo hægt sé að meta hvort vara sé gölluð þarf að hringja í 8644074 til að leysa málið, hafa þarf kvittun til staðfestingar á kaupunum.Að skipta og skila vöru
Viðskiptavinur getur skipt vöru ef vara er óskemmd og óopnuð í upprunalegum umbúðum. Kostnaður við endursendingu er á ábyrgð kaupanda. Ekki er boðið uppá endurgreiðslu, þess í stað fær viðskiptavinur inneignanótu.Persónuvermd og trúnaður
Viðskiptavinur sem skráir sig á póstlistann fær send tilboð og fregnir af atburðum í tölvupósti.  Í öllum tölvupóstum er hnappur sem býður upp á að láta fjarlægja netfang sitt af póstlista.  Mögulegt er að við söfnum persónugreinanlegum upplýsingum, nafni, heimilisfangi, netfangi, símanúmeri og kreditkortanúmeri, í tengslum við afgreiðslu á pöntun eða vegna annarra samskipta. Til dæmis skráum við þær persónugreinanlegu upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að koma til skila þeirri vöru sem keypt er. Einnig fjármálatengdar upplýsingar, svo sem kreditkortanúmer og heimilisfang vegna reiknings, og einstaklingsupplýsingar, svo sem netföng, heimilisfang, símanúmer og viðtökustað vörusendingar. Fjármálatengdar upplýsingarnar eru nýttar eingöngu til að innheimta greiðslu fyrir þá vöru sem keypt er. Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.  Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Vörunni hefur verið bætt við í körfu.