Valmynd
0
Vekjaraklukka Flip Travel – Pink

Margverðlaunaða Flip travel vekjaraklukkan frá Lexon er vönduð og skemmtilega einföld. Travel klukkan er lítil og nett sem er gott að hafa með í handfarangri. Lítill takki er á bakhlið klukkunnar til að slökkva á henni svo að hún fari ekki að hringja á ferðalaginu.

Til þess að láta klukkuna vekja þig þá snýrðu ON-hliðinni upp. Til að slökkva á klukkunni þá snýrðu OFF hliðinni upp. Ef þú vilt sofa aðeins lengur eða ‘snooza’ er nóg að snerta klukkuna.

Á klukkunni er LCD skjár sem lýsist upp með því að snerta klukkuna. Það eru takkar aftan á vekjaraklukkunni sem gera þér kleift að stilla tímann og vekjarann.  Lexon klukkan er úr silicon gúmmí.  Klukkan gengur fyrir AAA rafhlöðum en þau fylgja með.

5.990kr.
Vörunni hefur verið bætt við í körfu.